154. löggjafarþing — 110. fundur,  13. maí 2024.

RÚV á TikTok og fréttaskýring um lóðamál olíufélaganna.

[15:47]
Horfa

Diljá Mist Einarsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið og aftur heyri ég að við hæstv. ráðherra sjáum hlutina með ólíkum augum. Ég myndi gjarnan vilja sjá RÚV halda aftur af útrásinni en vegir RÚV virðast vera ótakmarkaðir. Þeir hafa auðvitað úr miklum fjármunum að moða og spurning upp á hverju þeir taka næst. En í síðara svari hæstv. ráðherra vona ég að hún komi inn á fyrirspurn mína um þetta furðumál Ríkisútvarpsins varðandi fréttaskýringu Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur. Ríkisútvarpið er auðvitað þjóðarmiðill og lögbundið að miðlun hans byggist á fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu og það var bara mjög miður að sjá aðdragandann að þessu máli í Ríkisútvarpinu.